Reykjavík full logo

Tímalína máls

1

Í samráðsferli

2

Í vinnslu

Samráði lokið

Í vinnslu

Álitsfrestur er liðinn. Álit voru birt jafnóðum og þau bárust.

Boð um þátttöku (9)

Skjöl til samráðs

Tengiliður

Gunnlaugur Sverrisson

gunnlaugur.sverrisson@reykjavik.is

Samráð 6

Álitsfrestur: 15.1.2024

Fjöldi álita: 3

Breyting á reglum

Velferðarsvið

Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg

Málsefni

Reykjavíkurborg óskar eftir umsögnum vegna breytinga á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg.

Nánari upplýsingar

Tillögur til breytinga á texta reglnanna koma fram með rauðu letri í meðfylgjandi skjali.

Helstu breytingar:

Helstu breytingar sem lagðar eru til varða 5. gr. (form fjárhagsaðstoðar), 8. gr. (umsókn og fylgigögn), 11. gr. (lækkun grunnfjárhæðar), 12. gr. (tekjur og eignir umsækjanda), 13. gr. (greiðslur meðlags),15. gr. (framfærsla í námi á framhaldsskólastigi), 20. gr. (greiðsla sérfræðiaðstoðar), 21. gr. (útfararstyrkir), 23. gr. (ábyrgðaryfirlýsing vegna tryggingar húsaleigu) og ákvæði til bráðabirgða. Einnig eru gerðar minniháttar breytingar á orðalagi í nokkrum greinum til viðbótar.

Breytingar sem lagðar eru til á 8. gr. reglnanna fela það í sér að þegar sótt er um fjárhagsaðstoð til framfærslu í fyrsta skipti eða þegar liðnir eru sex mánuðir frá því síðast var sótt um fjárhagsaðstoð til framfærslu er umsækjanda skylt að sanna á sér deili með því að mæta á viðeigandi miðstöð Reykjavíkurborgar og sýna skilríki með mynd. Bregðist umsækjandi ekki við kröfu um að sanna á sér deili er heimilt að stöðva afgreiðslu umsóknar og/eða greiðslu fjárhagsaðstoðar til framfærslu.

Sama gildir þegar þegar umsækjandi tekur þátt í virkniverkefnum á vegum Virknihúss Reykjavíkurborgar.

Í 11. gr. kemur fram að mæti umsækjandi ekki í boðað viðtal hjá ráðgjafa eða á boðað námskeið, er heimilt að greiða 50% af grunnfjárhæð til framfærslu, sbr. 10. gr. reglnanna. Ef veigamiklar ástæður, sem koma fram í mati á aðstæðum umsækjanda, mæla gegn lækkun grunnfjárhæðar er heimilt að greiða 85% af grunnfjárhæð til framfærslu til umsækjanda. Mæti umsækjandi ekki í boðað viðtal hjá ráðgjafa eða á boðað námskeið skal meðferð máls vera í samræmi við 2. mgr. 8. gr. reglnanna.

Vakin er athygli á því að eftirfarandi breytingar á fjárhæðum fjárhagsaðstoðar tóku gildi þann 1. janúar 2024.

10. gr.

Grunnfjárhæðir

Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings, 18 ára eða eldri, sem rekur eigið heimili getur numið allt að 239.895 kr. á mánuði.

Með rekstri eigin heimilis, sbr. ákvæði 1. mgr. er átt við þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning.

Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til hjóna/sambúðarfólks getur numið allt að 383.832 kr. (239.895 x 1,6).

Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði er 202.123 kr.

Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr hjá foreldrum er 119.948 kr. (239.895:2). Hafi einstaklingur, sem fellur undir framangreint forsjá barns, skal viðkomandi reiknuð grunnfjárhæð sem nemur 202.123 kr. á mánuði.

Til viðbótar við grunnfjárhæð skal í hverjum mánuði greidd sérstök fjárhagsaðstoð fyrir hvert barn sem er með lögheimili og á framfæri foreldris sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum. Skal aðstoðin mæta kostnaði vegna dvalar barna í leikskóla í allt að átta tíma og dvalar barna á frístundaheimili, fimm daga í viku, auk greiðslu kostnaðar vegna skólamáltíða og síðdegishressingar. Um þjónustugreiðslur er að ræða sem greiðast til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Einnig varð breyting á fjárhæð í a-lið 16. gr. reglnanna.

16. gr.

Aðstoð til foreldra vegna barna á þeirra framfæri

Heimilt er að veita sérstaka aðstoð til foreldra vegna barna á þeirra framfæri í eftirtöldum tilvikum.

a) Heimilt er að veita sérstaka aðstoð til foreldra í þeim mánuði sem þeir fá greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum vegna skólabyrjunar þann 15. ágúst og sérstaka aðstoð vegna jólahalds þann 1. desember á ári hverju. Um er að ræða 19.254 kr. fyrir hvert barn í hvort skipti. Heimildin nær til þeirra foreldra sem fá greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum í ágúst og desember ár hvert.