Tímalína máls
Í samráðsferli
Í vinnslu
Samráði lokið
Í vinnslu
Álitsfrestur er liðinn. Álit voru birt jafnóðum og þau bárust.
Boð um þátttöku (11)
Tengiliður
Íris Björk Kristjánsdóttir
iris.bjork.kristjansdottir@reykjavik.is
Samráð 26
Álitsfrestur: 9.12.2025
Fjöldi álita: 7
Drög að stefnu
Mannréttindaskrifstofa
Fjölmenningarstefna í samráðsferli
Stutt kynning
Drög að stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík 2026-2030 eru núna í samráðsgátt Reykjavíkurborgar og eru borgarbúar og hagsmunasamtök hvött að veita henni umsögn. Um er að ræða stefnumótun sem skilgreinir Reykjavík sem fjölmenningarborg.
Nánari upplýsingar
-Please use the website's translation capabilities for other languages. On the left sidebar (below on mobil version) there are links to the policy documents.-
Í fjölmenningarstefnu er áherslan lögð á inngildingu, jafnrétti og virka þátttöku fyrir öll í borgarsamfélaginu. Markmið stýrihópsins var að tryggja að fjölmenningarleg gildi endurspegluðust í allri stefnumótun sem og þjónustu borgarinnar og að framlagi innflytjenda yrði gert hærra undir höfði.
Stefnan er undirstefna við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023 –2026. Aðrar gildandi stefnur borgarinnar voru rýndar og frumgreining fór fram á hvernig þær snerta málaflokkinn í tengslum við starfsemi og ábyrgð hjá hverju sviði borgarinnar.
Stefnan er leiðarljós fyrir alla starfsemi borgarinnar og eru áherslur hennar ofnar inn í starfsemi og stefnumörkun Reykjavíkur.