Tímalína máls
Í samráðsferli
Í vinnslu
Samráði lokið
Viltu senda inn álit?
Samráðið er opið og öllum er frjálst að taka þátt. Álit eru birt jafnóðum og þau berast.
Boð um þátttöku (40)
Tengiliður
Ólafur Bjarkason
leikskolaleidin@reykjavik.is
Samráð 25
Álitsfrestur: 29.10.2025
Fjöldi álita: 20
Breyting á reglum
Skóla- og frístundasvið
Umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla
Stutt kynning
Hér gefst foreldrum, starfsfólki og öðrum hagaðilum tækifæri á að koma á framfæri ábendingum varðandi tillögur að umbótum í náms- og starfsumhverfi leikskóla. Tillögurnar voru til umfjöllunar á fundum skóla- og frístundaráðs og á fundi borgarráðs í október 2025.
Nánari upplýsingar
-Please use the website's translation capabilities for other languages. On the left sidebar there are links where you can find more information- Q&A and a Calculator.-
Á fundi skóla- og frístundaráðs þann 6. október 2025 var ákveðið að óska eftir umsögnum í gegnum samráðsgátt Reykjavíkurborgar vegna tillögudraga um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla. Fylgiskjölin eru hér til hliðar á íslensku og ensku. Einnig er um að ræða vefsíðu þar sem má finna reiknivél og allar helstu upplýsingar um tillögurnar. Nú gefst almenningi og öllum hagaðilum tækifæri til að gefa umsögn.
Við vinnslu tillagnanna var verið að skoða leiðir til að bæta mönnun og starfsaðstæður starfsfólks með það fyrir augum að draga verulega úr fáliðunaraðgerðum í leikskólum borgarinnar og þar með auka fyrirsjáanleika í lífi barnafjölskyldna. Markmið tillagnanna sem hér eru lagðar fram er að standa vörð um faglegt leikskólastarf og tryggja stöðugleika fyrir börn, foreldra og starfsfólk. Þær snúa m.a. að skipulagi leikskóladagsins, dvalartíma barna og gjaldskrá leikskóla.
Íbúar í Reykjavík, foreldrar, starfsfólk og aðrir hagaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar við meðfylgjandi tillögur að umbótum í náms- og starfsumhverfi leikskóla.
Hér til vinstri eru hlekkir á vefsíður (fylgiskjöl) þar sem nálgast má nánari upplýsingar – spurt og svarað og reiknivél.