Reykjavík full logo

Tímalína máls

1

Í samráðsferli

2

Í vinnslu

Samráði lokið

Í vinnslu

Álitsfrestur er liðinn. Álit voru birt jafnóðum og þau bárust.

Boð um þátttöku (0)

Tengiliður

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

saj@reykjavik.is

Samráð 22

Álitsfrestur: 14.9.2025

Fjöldi álita: 2

Drög að stefnu

Umhverfis- og skipulagssvið

Hvernig verður Reykjavík kolefnishlutlaus?

Stutt kynning

Markmið Reykjavíkurborgar er að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2030 og að aðlögun að loftslagsbreytingum verði með vistvænum og mannvænum hætti. Til þess að svo megi verða leitum við til borgarbúa og köllum eftir tillögum sem munu stuðla að kolefnishlutlausri framtíð. Hvað finnst þér?

Nánari upplýsingar

Loftslagsborgarsamningur Reykjavíkurborgar er leiðarvísir að því hvert verður haldið næstu fimm árin þar sem markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 eru sett fram.

Einstaklingar geta lagt sitt af mörkum m.a. með því að endurskoða samgönguvenjur og draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Einnig að draga úr myndun úrgangs eftir því sem kostur er og endurvinna það sem fellur til. Lumar þú á fleiri lausnum?

Við leitum nú til borgarbúa til þess að ná þessum metnaðarfullu markmiðum á sama tíma og borgin þarf að virka fyrir okkur öll.

Nú er komið að því að ræða þessi stóru mál og rýna hvað við getum gert betur, hvort það vantar eitthvað í nærumhverfi okkar til þess að auðvelda okkur að nýta virka ferðamáta og styðja við umhverfisvænan lífsstíl.

Laugardaginn 6. september fer fram borgaraþing í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur milli kl. 10-12.30 sem ber yfirskriftina: Hvernig verður Reykjavík kolefnishutlaus borg? Þingið er öllum opið en skráning er nauðsynleg á þessum hlekk hér: https://forms.office.com/e/eGpjLgFktA

Allt það sem kemur fram bæði hér á samráðsvefnum og á borgaraþinginu mun nýtast í stefnumótunarvinnu sem stendur yfir hjá borginni eða er við það að hefjast sem er eftirfarandi:

Gönguborgin Reykjavík

Hjólaborgin Reykjavík

Útilífsborgin Reykjavík

Almenningssamgönguborgin Reykjavík

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið lydraedi@reykjavik.is