Reykjavík full logo

Tímalína máls

1

Í samráðsferli

2

Í vinnslu

Samráði lokið

Í vinnslu

Álitsfrestur er liðinn. Álit voru birt jafnóðum og þau bárust.

Boð um þátttöku (81)

Tengiliður

Eva Pandora Baldursdóttir

eva.pandora.baldursdottir@reykjavik.is

Samráð 2

Álitsfrestur: 15.12.2023

Fjöldi álita: 4

Drög að stefnu

Þjónustu- og nýsköpunarsvið

Stafræn stefna Reykjavíkurborgar

case image

Málsefni

Reykjavíkurborg kynnir til samráðs stafræna stefnu. Stefnunni er ætlað draga fram áherslur borgarinnar í stafrænum málum til næstu fimm ára.

Nánari upplýsingar

Stafræn stefna Reykjavíkurborgar nær til allrar starfsemi borgarinnar. Með Reykjavíkurborg eða borginni í stefnu þessari er átt við sveitarfélagið Reykjavíkurborg sem og öll svið þess og deildir, stofnanir og starfseiningar, fyrirtæki og byggðasamlög í meirihlutaeigu þess, ráð og nefndir og kjörna fulltrúa.

Stefnunni er ætlað draga fram áherslur borgarinnar í stafrænum málum til næstu fimm ára. Með stafrænni stefnu er í opinberu samhengi átt við þætti eins og vefi, upplýsingar, gögn, gervigreind, ný upplýsingakerfi, hugbúnað og aðrar kerfislausnir, skýjaþjónustur, notendabúnað, netöryggi og upplýsingatækniinnviði eins og netkerfi, gagnaver, afritanir og aðgansstýringar.

Stefnan byggir á gildandi meginstefnum borgarinnar þ.e. Þjónustustefnu, mannréttinda- og lýðræðisstefnu og mannauðsstefnu. Þá felur hún í sér upplýsingastefnu borgarinnar, skjalastefnu og stefnu um hagnýtingu upplýsingatækni sem samhliða eru felldar úr gildi samhliða gildistöku stafrænnar stefnu. Stefnuna er hægt að útfæra nánar í undirstefnur svo sem stefnu um velferðartækni, nýsköpunarstefnu og stefnu um hagnýtingu upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi etc.

Stafrænt ráð samþykkti að stofna stýrihóp um mótun stafrænnar stefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 5. lið fundargerðar ráðsins frá 25. janúar 2023. Stýrihópurinn skilaði stefnudrögum til stafræns ráðs sem samþykkti að vísa henni í samráð, sbr. 6. lið fundargerðar ráðsins frá 27. september 2023.

Meðfylgjandi er stafræn stefna Reykjavíkurborgar ásamt greinargerð.

Attached is the Digital Strategy along with a report on it's scope and objectives