Reykjavík full logo

Tímalína máls

1

Í samráðsferli

2

Í vinnslu

Samráði lokið

Í vinnslu

Álitsfrestur er liðinn. Álit voru birt jafnóðum og þau bárust.

Boð um þátttöku (0)

Skjöl til samráðs

Tengiliður

Magnús Ársælsson

magnus.arsaelsson@reykjavik.is

Samráð 19

Álitsfrestur: 15.8.2025

Fjöldi álita: 44

Breyting á reglum

Umhverfis- og skipulagssvið

Reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík

Stutt kynning

Hér gefst borgarbúum og öðrum hagaðilum tækifæri á að koma á framfæri ábendingum varðandi drög að reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík, íbúakort. Núgildandi reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík voru samþykktar á fundi skipulags- og samgönguráðs og á fundi borgarráðs 2021.

Nánari upplýsingar

Vísað er til samþykktrar tillögu Umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 um reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík þar sem samþykkt var að gefa almenningi kost á að koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum við tillöguna.

Við vinnslu tillögunnar var litið til ábendinga sem Reykjavíkurborg og Bílastæðasjóði hafa borist frá íbúum en markmið hennar er að skapa aukinn sveigjanleika fyrir íbúa Reykjavíkur. Umhverfis- og skipulagsráð vísar tillögunum til samráðsgáttar Reykjavíkur til að íbúar Reykjavíkur og aðrir hagaðilar geti kynnt sér tillögurnar og komið með athugasemdir.

Íbúar Reykjavíkur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar við meðfylgjandi drög að uppfærðum reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík. Til að einfalda úrvinnslu er óskað eftir því að við skil á ábendingum sem varða einstakar greinar sé vísað í viðkomandi grein verklagsreglnanna og gerð sé, í þeim tilvikum sem það á við, tillaga að textaviðbótum eða breytingum. Umhverfis- og skipulagsráð tekur endanlega ákvörðun um reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík.